24 sep. 2018Á laugardaginn var hófst keppni á HM kvenna 2018 en keppnin er haldin á Tenerife á Spáni. Alls eru 16 lið sem leika til úrslita í fjórum riðlum en það eru bestu lið hverrar álfu innan FIBA. Frá Evrópu eru það sex efstu liðin frá EuroBasket Women sl. haust sem taka þátt, Evrópumeistarar Spánar og svo Frakkland, Belgía, Grikkland, Tyrkland og Lettland.

Leikið verður út september en úrslitaleikurinn sjálfur fer svo fram 30. september.

Fyrir áhugsama íslendinga sem vilja fara á leiki á Tenerife er leikið á tveim Pabellón de Deportes de Tenerife Santiago Martin í San Cristóbal de La Laguna og Palacio Municipal de los Deportes Quico Cabrera í Santa Cruz.

A-riðill: Frakkland, Grikkland, Kanada og Suður-Kórea
B-riðill: Argentína, Ástralía, Nígería og Tyrkland
C-riðill: Belgía, Japan, Púertó Ríkó og Spánn
D-riðill: Bandaríkin, Kína, Lettland og Senegal


Bandaríkin eru ríkjandi meistarar frá 2014 en þá varð Spánn í öðru sæti og Ástralía í því þriðja. Bandaríkin urðu einnig heimsmeistarar 2010 og geta því með sigri í ár unnið þriðja skiptið í röð. Eingöngu fyrrum Sovétríkin hafa unnið oftar eða fimm sinnum, 1959-1975, en fyrst var keppt á HM kvenna árið 1953.

Hægt er að fylgjast með keppninni í ár á samfélagsmiðlum FIBA undir #FIBAWWC a twitter.com/fiba, instagram.com/fiba og facebook.com/fiba. 

Heimsíða keppninnar er fiba.basketball/womensbasketballworldcup/2018

#korfubolti