30 ágú. 2018

Laugardaginn 15. september kl. 13:00 boðar Dómaranefnd KKÍ til fundar með þjálfurum félaganna vegna nýju reglubreytinganna sem stjórn FIBA samþykkti fyrr í sumar.

Hægt er að kynna sér reglubreytingar hérna.

M.a. þess hefur verið breytt er framkvæmd á tæknivillu, endurnýjunar skotklukku og margt fleira.

Þeir þjálfarar sem hyggjast sækja fundinn þurfa að skrá sig fyrir kl. 12:00 föstudaginn 14. september. Skráning fer fram á kki@kki.is.

Sjá hér alþjóðlegu körfuknattleiksreglurnar.