20 ágú. 2018

Seinni helgi Afreksbúða KKÍ fara fram um næstu helgi. Afreksbúðirnar eru undanfari að U15 ára landsliði Íslands en þar mun yfirþjálfari ásamt vel völdum gestaþjálfurum stjórna ýmsum tækniæfingum. 

Afreksbúðir í ár eru fyrir ungmenni fædd 2004 og voru leikmenn boðaðir til æfinga í vor á fyrri helgina af yfirþjálfurunum en um 50-60 leikmenn fá boð úr þessum eina árgangi.

Yfirþjálfarar Afreksbúða 2018 eru þeir Lárus Jónsson hjá drengjum og Kristjana Eir Jónsdóttir hjá stúlkum.

Síðari æfingahelgin verður dagana 25.-26. ágúst og verður æft í íþróttahúsinu á Álftanesi.
Dagskrá seinni helgarinnar verður eftirfarandi:

Stúlkur · æfingahelgi 2 í íþróttahúsinu á Álftanesi:
Laugardagur 25. ágúst · kl. 11:00-13:00  og  15:00-17:00
Sunnudagur 26. ágúst · kl. 09:00-11:00  og  13:00-15:00

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -  
Drengir · æfingahelgi 2 í íþróttahúsinu á Álftanesi:
Laugardagur 25. ágúst ·  kl. 09:00-11:00  og  13:00-15:00
Sunnudagur 26. ágúst · kl. 11:00-13:00  og  15:00-17:00

Hægt er nálgast allar upplýsinar um Afreksbúðirnar hérna á vef kki.is.

#korfubolti