27 júl. 2018

U18 lið drengja hefur keppni í B-deild Evrópukeppninnar sem haldin verður í Skopje í Makedóníu í dag kl. 16:45 á móti Makedóníu. 

Mótið fer fram 27. júlí-5. ágúst og mæta strákarnir okkar í riðlakepninni Makedóníu, Tékklandi, Hollandi, Luxembourg, Ísrael og Svíþjóð. Eftir riðlakeppnina verður svo leikið um sæti en þrjár efstu þjóðirnar tryggja sér sæti í A-deild U18 á næsta ári. 49 af 51 þjóð innan FIBA Europe senda lið til keppni í Evrópukeppni U18 karla, 16 þjóðir eru í A-deild, 24 í B-deild og 9 í C-deild.

Hér má nálgast allar upplýsingar um mótið og einnig er hægt að horfa á alla leiki mótsins hér.


Hópurinn er svona skipaður:

Arnór Sveinsson, Njarðvík
Dúi Þór Jónsson, Stjarnan
Einar Gísli Gíslason, ÍR
Hilmar Henningsson, Haukar
Hilmar Pétursson, Haukar
Ingimundur Orri Jóhannsson, Stjarnan
Ingvar Hrafn Þorsteinsson, ÍR
Júlíus Orri Ágústsson, Þór Akureyri
Sigvaldi Eggertsson, ÍR
Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þorlákshöfn
Tristan Gregers Oddgeirsson, KR
Veigar Páll Alexandersson, Njarðvík

Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari
Jóhann Þór Ólafsson, þðstoðarþjálfari
Davíð Tómas Tómasson, FIBA dómari
Leifur Auðunsson, sjúkraþjálfari
Pétur Fannar Gíslason, fararstjóri

Áfram Ísland!