11 júl. 2018

Það er nóg að gera í alþjóðlegum verkefnum hjá dómurum, leiðbeinendum og eftirlitsmönnum KKÍ í sumar.

Kristinn Óskarsson, FIBA leiðbeinandi var á Ítalíu í byrjun júní þar sem hann sat árlegt námskeið FIBA leiðbeinanda.

Sigurður Jónsson, Helgi Jónsson og Gerorgia Olga Kristiansen dæmdu á U15 æfingamótinu í Kaupmannahöfn þar sem að Ísland átti fjögur 15 ára lið. 

Jóhannes Páll Friðriksson, FIBA dómari, Georgia Olga Kristiansen, Gunnar Þór Andrésson og Aron Rúnarsson voru að störfum á NM í Finnlandi. Þar dæmdu þau leiki auk þess að sitja námskeið. Jón Bender, formaður dómaranefndar KKÍ var einnig á NM í Finnlandi og var hans starf að vera leiðbeinandi dómara. 

Sigmundur Már Herbertsson, FIBA dómari dæmdi leik Lúxembourg - Portugal í forkeppni EuroBasket 2021 í lok júní. Sigmundur er einnig að fara út á morgun, 12. júlí til Chemnitz í Þýskalandi með U20 karla landsliðinu. Þar mun hann dæma í A - deild U20 ára liða karla í Evrópukeppni. 

Rúnar Birgir Gíslason, FIBA eftirlitsmaður mun fara til Kosovo um miðjan júlí. Þar er hann eftirlitsmaður í C - deild Evrópukeppnnar hjá U18 drengjum. 

Davíð Tómas Tómasson, FIBA dómari mun fara til Skopje í Makedoníu með U18 drengjum í lok júlí. Þar mun hann dæma í B - deild Evrópukeppninnar. Einnig fer Davíð Tómas til Bosníu í ágúst og þar dæmir hann hjá U16 ára drengjum í B - deild Evrópukeppninnar.

Jóhannes Páll Friðriksson, FIBA dómari mun fara til Austuríkis með U18 stúlkna í lok júlí. Þar mun hann dæma í B- deild U18 ára stúlkna liða í Evrópukeppninni. 

Aðalsteinn Hjartarsson, FIBA dómari mun fara til Svartfjallalands með U16 stúlkna í ágúst. Þar mun hann dæma í B - deild U16 ára stúlkna liða í Evrópukeppninni.

Mynd: Frá verkefni Sigmundar og Rúnars í Lettlandi í vetur.