2 júl. 2018Frá og með næsta keppnistímabili verður keppni í 10. flokki leikin heima og að heiman. Stjórn KKÍ samþykkti tillögu mótanefndar að gera þessa breytingu. Er tilgangur hennar að minnka álag á leikmenn, fjölga leikjum hjá öllum og fyrir vikið stuðla að betri körfubolta hjá þessum aldurshópi.

Fyrirkomulag:
Leikið verður í tveimur deildum – efri deildin nefnist 10. deild og í henni verða þau 10 lið sem enduðu í A og B riðli Íslandsmóts 9. flokks veturinn 2017-2018. Önnur önnur lið spila í 2. deild.

Leikjafjöldi:
Fastur leikjafjöldi verður í báðum deildum óháð liðafjölda. 10 lið skipa 1. deild og þá leika þau öll innbyrðis sem gerir 18 leiki. Ef það verða færri en 10 lið í 2. deild verðum umferðum fjölgað þangað til leikjafjöldi verður 16 til 18. Ef fjöldinn verður fleiri en 10 verður umferðum fækkað þangað til leikjafjöldi verður 16 til 18. Reynt verður að hafa leikjafjöldann 18. Ef liðafjöldi verður færri en 15 verður leikið í einni deild. Sama fyrirkomulag varðandi leikjafjölda verður viðhaft. 

Leikir verða settir á helgi og er félögum heimilt að færa á aðra daga. Byrjað verður að spila síðustu helgi í september. Spilað verður allar vikur nema síðustu þrjár í desember, þegar það eru fjölliðamót í 9. flokki og bikarúrslitahelgina. Leikið verður út mars og eftir það hefst úrslitakeppni. 

Úrslitakeppni: 
Í úrslitakeppnina fara 16 lið. 10 úr 1. deild og sex úr 2. deild. Raðast þau frá 1 til 16 og eru liðin í 2. deild merkt 11, 12, 13, 14, 15 og 16. Leikið verður eftir bracket fyrirkomulagi. Leikir í 16 og 8 liða úrslitum verða heima í héraði. Undanúrslit og úrslit verða eins og áður á stóru úrslitahelginni. 

Ef ekki næst að manna 16 liða úrslitakeppni vegna þar sem að ekki er nægur fjöldi liða skráður til leiks. Verður reynt að hafa þannig að allt að 2/3 liða fari í úrslitakeppnina. 

Þátttökugjald: 
Gjald fyrir þátttöku mun fylgja drengja-, stúlkna-, og unglingaflokki karla. 

Dómarar:
Heimalið útvega dómara.
 
Leiktími: 
Leiktími verður óbreyttur.