25 jún. 2018

Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla, tilkynnti í hádeginu hvaða 12 leikmenn skipa lið Íslands í leikjunum gegn Búlgaríu og Finnlandi í undankeppni HM ytra dagana 29. júní og 2. júlí. Engin Jón Arnór Stefánsson er í hópnum að þessu sinni en hann er frá vegna meiðsla. Tveir nýliðar eru í hópnum en þeir Breki Gylfason og Hjálmar Stefánsson leikmenn Hauka koma nýjir inn. Sjá æfingarhópinn sem var kynntur fyrir gluggann.

Íslenski hópurinn heldur af landi brott í fyrramálið og mætir Búlgaríu föstudaginn 29. júní kl. 18.00 að staðartíma sem er kl. 15.00 á Íslandi. Svo mætir liðið Finnlandi mánudaginn 2. júlí kl. 18.45 að staðartíma sem er 15.45 á Íslandi. Báðir leikirnir verða í beinni á RÚV.

Ísland þarf a.m.k. einn sigur til að tryggja sig áfram í milliriðla.

Lið Íslands:
Breki Gylfason – Appalachian State/Haukar, USA (Nýliði)
Elvar Már Friðriksson – Denain Voltaire, Frakkland (32)
Haukur Helgi Pálsson Briem - Cholet Basket, Frakkland (65)
Hjálmar Stefánsson - Haukar (Nýliði)
Hlynur Bæringsson - Stjarnan (120)
Hörður Axel Vilhjálmsson - Kymis, Grikkland (72)
Jón Axel Guðmundsson – Davidson/Grindavík, USA (5)
Kári Jónsson - Haukar (7)
Kristófer Acox - KR (34)
Martin Hermannsson - Châlons-Reims, Frakkland (60)
Tryggvi Snær Hlinason - Valencia, Spánn (27)
Ægir Þór Steinarsson - Tau Castelló, Spánn (53)

Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfari: Finnur Freyr Stefánsson
Aðstoðarþjálfari: Baldur Þór Ragnarsson

Hægt er að sjá allt um stöðu riðla og keppnina á heimasíðu: mótsins: http://www.fiba.basketball/basketballworldcup/2019/european-qualifiers