14 jún. 2018

Stjórn KKÍ samþykkti á fundi sínum 12. júní s.l. breytingar á dómaranefnd KKÍ að tillögu formanns KKÍ. Þau Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir og Gunnar Freyr Steinsson ákváðu að segja sig úr dómaranefnd í vor vegna anna í störfum sínum. Í stað þeirra koma þeir Jón Bender og Aðalsteinn Hrafnkelsson inn í nefndina. Ásamt þeim Jóni og Aðalsteini verður Rögnvaldur Hreiðarsson áfram í nefndinni eins og undanfarin ár.

Jón verður formaður nefndarinnar og mun hann jafnframt sitja stjórnarfundi sambandsins sem formaður nefndarinnar og þá sem áheyrnarfulltrúi þar sem nefndin starfar i umboði stjórnar og eftir áherslum hennar.

KKÍ þakkar þeim Guðbjörg og Gunnari fyrir þeirra góðu vinnu að dómaramálum en Guðbjörg mun að sjálfögðu koma að dómaramálunum áfram sem varaformaður sambandsins.