14 maí 2018Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í 10. flokki drengja í Njarðvík á seinni úrslitahelgi yngri flokka 2018. 

Það var lið KR sem stóð uppi sem íslandsmeistari 2018.

KR lék í undanúrslitunum gegn Stjörnunni og í hinum undanúrslitaleiknum voru það Vestri/Skallagrímur sem höfðu betur gegn Val. Í úrslitaleiknum var það svo KR sem vann Vestra/Skallagrím eftir framlengdan spennuleik 75:74.

Þjálfari liðsins er Benedikt Guðmundsson og aðstoðarþjálfari er Jens Guðmundsson.

Óli Gunnar Gestsson var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins. Hann var með 23 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar og skoraði að auki stóra jöfnunarkörfu sem kom leiknum í framlengingu.

KKÍ óskar KR til hamingju með titilinn!

#korfubolti