14 maí 2018Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í 10. flokki stúlkna í Njarðvík á seinni úrslitahelgi yngri flokka 2018. 

Það var lið Grindavíkur sem stóð uppi sem íslandsmeistari 2018.

Grindavík lék í undanúrslitunum gegn Hamar/Hrunamönnum og í hinum undanúrslitaleiknum voru það Keflavíkurstúlkur sem höfðu betur  í tvíframlengdum leik gegn Njarðvík. Í úrslitaleiknum var það svo Grindavík sem vann Keflavík 53:36.

Þjálfari liðsins er Ólöf Helga Pálsdóttir og aðstoðarþjálfari er Erna Rún Magnúsdóttir.

Besti leikmaður úrslitaleiksins var valin Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir en hún skilaði 12 stigum og tók 15 fráköst fyrir Grindavíkurliðið.

KKÍ óskar Grindavík til hamingju með titilinn!

#korfubolti