16 apr. 2018Á sunnudaginn hélt KKÍ tölfræðinámskeið þar sem 14 manns mættu til leiks og ýmist á fræðilegan hluta fyrir hádeigi og/eða á verklegan hluta eftir hádegi. Jón Svan Sverrisson kenndi námskeiðið en hann hefur tölfræðiskrásetjara vottun frá FIBA og er umsjónarmaður tölfræðimála fyrir KKÍ.

Farið var yfir helstu atriði sem þarf að hafa í huga til að statta vel og samkvæmt fræðunum og í verklega hlutanum var notast við 9. flokks leiki á fjölliðamóti sem fram fór í Garðabæ. Kynntar voru breytingar á forritinu frá FIBA Live Stats (útgáfu 7.0) en hún verður notuð frá og með næsta tímabili.

Þátttakendur voru 4 frá Þór Akureyri, 3 frá Skallagrím og svo 1 frá Þór Þorlákshöfn, ÍR, Grindavík, Fjölni og Stjörnunni og svo 2 ófélagsbundnir að auki.

Stefnt er að fleiri námskeiðum í haust fyrir tímabilið á næsta ári og þá verður einnig fyrir næsta tímabil FIBA-vottunar tölfræðinámskeið að auki. 

#korfubolti