16 apr. 2018Vestri-b og Álftanes léku til úrslita í 3. deild karla á laugardaginn og var leikið í íþróttahúsinu á Bolungarvík um íslandsmeistaratitilinn í hreinum úrslitaleik. Lokatölur leiksins urðu 72:82 fyrir Álftanes sem eru því íslandsmeistarar 3. deildar karla 2018.

Bæði lið voru búinn að tryggja sér sæti í 2. deild karla á næsta ári fyrir leikinn með þátttöku sinni í úrslitaleiknum og léku því upp á titilinn í þessum úrslitaleik.

KKÍ óskar Álftanesi til hamingju með titilinn!

#korfubolti