28 mar. 2018

Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eftirfarandi mál í vikunni.

Úrskurður nr. 51 2017/2018
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Adam Smári Ólafsson, leikmaður unglingaflokks. hjá Vestra, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Vestra gegn Skallagrím í Íslandsmóti unglingaflokks, sem leikinn var þann 10. mars 2018.

Úrskurður nr. 52 2017/2018
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Halldór Karlsson, leikmaður Njarðvík b í mfl., sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Leiknis Reykjavík gegn Njarðvík b í Íslandsmóti 2. deild, sem leikinn var þann 11. mars 2018.

Úrskurður nr. 53 2017/2018
Kæru dómara gegn þjálfara Grindavíkur vegna leiks Njarðvíkur gegn Grindavík í Íslandsmóti stúlknaflokks, sem leikinn var þann 18. mars 2018 er vísað frá nefndinni vegna vanreifunar.

Úrskurður nr. 54 2017/2018
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Gunnar Einarsson, leikmaður Njarðvík b í mfl., sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Njarðvík b gegn Sindra í Íslandsmóti 2. deild, sem leikinn var þann 17. mars 2018.

Úrskurðirnir taka gildi á hádegi á morgun.