27 mar. 2018

Körfboltafélagið Molduxar hafa sent frá sér eftirfarndi fréttatilkynningu: 

Körfuboltafélagið Molduxar styrkir fræðslu- og forvarnarátak Krabbameins­félagsins vegna karla og krabbameins með þessum líka æðislegu sokkakaupum. Molduxarnir hvetja önnur félög og hópa að gera það sama.

Einnig ætlar Molduxar að minna á hið árlega Molduxamót í hinni fallegu íþrótt körfubolta, sem verður haldið laugardaginn 12. maí 2018 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki (Síkinu).

Mótið verður með sama sniði og á síðasta ári og verður boðið uppá þrjá keppnisflokka:
Karlar 40+ ára
Karlar 30+ ára
Kvennaflokkur


Einstaklingar geta líka skráð sig og við komum þeim fyrir í liðum eða liði.

Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá Val Valssyni í síma 861-9802 eða í netfanginu: valurvalsson@gmail.com
Að loknu móti er síðan gert ráð fyrir kvöldverði og kvöldvöku.

Nánari upplýsingar um mótið og tilhögun þess verða svo birtar á heimasíðu og fésbókarsíðu Molduxa þegar nær dregur móti.

Takið þessa helgi frá og mætum öll með góða skapið og keppnisandann í lagi.

#korfubolti