7 mar. 2018

Sigmundur Már Herbertsson dæmir í kvöld leik BC Ventspils frá Lettlandi gegn Bakken Bears Aarhus frá Danmörku í 16-liða úrslitum í Europe Cup.

Þetta í annað skipti sem Sigmundur dæmir í 16 liða úrslitum Europe Cup. Aðaldómari leiksins er Chris Dodds frá Skotlandi og Martin Vulic frá Króatíu er þriðji dómari. 

Leikurinn fer fram á heimavelli BC Ventspils í Lettlandi og byrjar kl. 20:30 að staðartíma.

KKÍ óskar Sigmundi Má góðs gengis í kvöld.