5 mar. 2018KR er deildarmeistari 1. deildar kvenna á þessu leiktímabili en liðið hefur unnið 23 af 24 leikjum sínum það sem af er.

Framundan er svo úrslitakeppni 1. deildarinnar en þar munu fjögur lið leika til úrslita og þarf að vinna þrjá leiki í undanúrslitunum og aftur þrjá leiki í úrslitaviðureigninni. Það lið sem það gerir leikur í Domino’s deild kvenna tímbilið 2018-2019.

KKÍ óskar KR til hamingju með titilinn.

#korfubolti