14 feb. 2018Í kvöld kl. 18:00 að íslenskum tíma er komið að seinni leik íslenska kvennaliðsins í undankeppni EM 2019 í þessum febrúar-landsliðsglugga. Þá mæta þær landsliði Svartfjallalands í Podgorica, höfuðborg landsins. 

Stelpurnar okkar hafa dvalið síðustu daga við æfingar þar eftir fyrri leikinn í Bosníu og eru tilbúnar í slaginn. Fyrri leik liðanna í nóvember hér heima lauk 62:84.

Leikurinn verður í beinni á YouTube-rás FIBA á netinu. Þá er lifandi tölfræði og aðrar upplýsingar um keppnina að finna á heimasíðu mótsins www.fiba.basketball/womenseurobasket/qualifiers/2019.

🇲🇪SVARTFJALLALAND - 🇮🇸ÍSLAND
➡️Undankeppni EM kvenna 2019
🗓Miðvikudaginn 14. febrúar
⏰18:00
📺Beint á netinu hérna
🖥LIVEstatt á FIBA síðu mótsins 

#korfubolti