12 jan. 2018

Nú eru undanúrslitin búin í Maltbikarvikunni og hér eftir verða aðeins krýndir bikarmeistarar. Í kvöld urðu Fjölnir og Grindavík bikarmeistarar en keppt var í 10. flokki drengja og 10. flokki stúlkna.

Fjölnir-Stjarnan 10. flokkur drengja
Í 10. flokki drengja varð Fjölnir bikarmeistari eftir æsilegan sigur á Stjörnunni. Stjarnan leiddi allan leikinn en með ótrúlegri seiglu á lokamínútunum náðu Fjölnir að jafna og komast yfir þegar tæpar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. Lokatölur 61-60 Fjölni í vil.

Maður leiksins var valinn Fannar Elí Hafþórsson leikmaður Fjölnis. Hann var með 16 stig, sjö fráköst, sjö stolna og fimm stoðsendingar. En hann skoraði sigurstig Fjölnis í leiknum.

Hjá Stjörnunni var Magnús Helgi Lúðvíksson stigahæstur með 16 stig.

Keflavík-Grindavík 10. flokkur stúlkna
Grindavík vann gullið í 10. flokki stúlkna er þær lögðu Keflavík 44-57. Lokatölur leiksins gefa ekki rétta mynd af leiknum en þó Grindavík var yfir allan tímann var Keflavík aldrei langt undan.

Maður leiksins var valin Anna Margrét Lucic Jónsdóttir en hún var með 20 stig.

Hjá Keflavík var Eva María Davíðsdóttir stigahæst með 23 stig.



#maltbikarinn #korfubolti