12 jan. 2018

Ísland átti tvo fulltrúa í gær að störfum í sama leiknum á vegum FIBA í EuroCup kvenna í Riga í Lettlandi. Þar sem áttust við heimakonur í TTT Riga gegn Mersin frá Tyrklandi.

Það voru þeir Sigmundur Már Herbertsson, FIBA dómari, og Rúnar Birgir Gíslason, eftirlitsmaður FIBA, sem voru saman í störfum í gær og var þetta í fyrsta sinn sem Ísland á tvo fulltrúa að störfum á sama leiknum á vegum FIBA, og því um sögulegan viðburð að ræða í íslenzkri körfuknattleikssögu.

Meðdómarar Sigmundar Más voru þeir Tamas Benczur (aðaldómari) frá Ungverjalandi og Vladyslav Isachenko frá Úkraínu.

Um hörkuspennandi leik var að ræða, en honum lauk 62:63 fyrir gestina frá Tyrklandi.

#korfubolti