10 jan. 2018Í dag er komið að upphafi Maltbikarsúrslitanna 2018 og eru það leikirnir í undanúrslitum karla sem fara fram í dag en allir leikir vikunnar fara fram í Laugardalshöllinni. Miðasala er hjá félögunum til hádegis og svo á tix.is eftir það.

KR og Breiðablik mætast kl. 17:00 í fyrri leik dagsins og svo þar á eftir kl. 20:00 mætast Haukar og Tindastóll. Sigurvegararnir mætast svo í úrslitaleik Maltbikarsins á laugardaginn kemur kl. 13:30. 

Beint á RÚV
Báðir leikir kvöldsins verða í beinni á RÚV kl. 17 og RÚV2 kl. 20:00, sem og úrslitaleikurinn á laugardaginn. 

Lifandi tölfræði verður frá báðum leikjunum að venju á sínum stað á kki.is.

🏆Maltbikarinn · 4-liða karla
➡️Laugardalshöll
🗓Mið. 10 jan.

⏰ 17:00
🏀 KR-BREIÐABLIK

⏰ 20:00
🏀 HAUKAR-TINDASTÓLL

#maltbikarinn #korfubolti