8 jan. 2018Í undanúrslitum karla og kvenna í Maltbikarnum í ár munu 8 félög frá 7 sveitarfélögum mætast og endurspeglar það hversu öflug félögin í körfuboltanum eru hringin í kringum landið. 
 
Körfuboltinn er einn útbreiddasta íþróttagrein landsins og t.d eru þessi 8 félög sem keppa í ár frá 7 héraðs/íþróttabandalögum eða íþróttahérðum. Landinu er skipt í 25 íþróttahéruð og því er það góður árangur að sjö þeirra muni mæta í Laugardalshöllina í undanúrslitum meistaraflokkana.
 
Liðin sem mætast í undanúrslitunum eru:
 
Konur:
Skallagrímur (Borgarnes-UMSB)
Njarðvík (Reykjanesbær-ÍRB)
Keflavík (Reykjanesbær-ÍRB)
Snæfell (Stykkishólmur-HSH)

 
Karlar:
KR (Reykjavík-ÍBR)
Breiðablik (Kópavogur-UMSK)
Haukar (Hafnarfjörður-ÍBH)
Tindastóll (Sauðárkrókur-UMSS)

#korfubolti