8 jan. 2018Í dag mánudaginn 8. janúar kl. 12:15 verður blaðamannafundur vegna bikarúrslitavikunnar haldinn og fer fundurinn fram fundarsölum nýju Laugardalshallarinnar á 2. hæð.        
 
Á fundinum hafa fjölmiðlar verið boðaðir sem og þjálfari og leikmaður frá hverju félagi sem á sæti í undanúrslitaleikjum karla og kvenna. Farið verður yfir leikina framundan sem og alla körfuboltahátíðina sem framundan er með bikarúrslitum yngri flokka sem einnig fara fram frá föstudegi og yfir á sunnudag.

#korfubolti