20 des. 2017

Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eftirfarandi mál í vikunni.

Úrskurður nr. 28/2017-2018
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Logi Gunnarsson, leikmaður mfl. hjá Njarðvíl, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Tindastóls og Njarðvíkur í Íslandsmóti kk, úrvalsdeild, sem leikinn var þann 7. desember 2017.

Úrskurður nr. 31/2017-2018
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Kevin Michaud Lewis, leikmaður mfl. kk. hjá Hetti, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Breiðabliks og Hattar í bikarkeppni KKÍ, karlaflokki, sem leikinn var þann 11. desember 2017.

Úrskurður nr. 32/2017-2018
Með vísan til ákvæðis b. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Jónas Pétur Ólason, þjálfari 9. fl. kk hjá Breiðablik, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Hrunamanna/Þór Þ. gegn Breiðablik í bikarkeppni KKÍ, drengjaflokki, sem leikinn var þann 11. desember 2017.

Úrskurður nr. 33/2017-2018
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Haraldur Kristinn Aronsson, leikmaður 9. fl. kk hjá Breiðablik, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Hrunamanna/Þór Þ. gegn Breiðablik í bikarkeppni KKÍ, drengjaflokki, sem leikinn var þann 11. desember 2017.

Úrskurður nr. 35/2017-2018
Með vísan til ákvæðis b. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Halldór Steingrímsson, þjálfari unglingaflokks kk hjá Fjölni, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Fjölnis gegn Breiðablik í bikarkeppni KKÍ unglingaflokki kk,  sem leikinn var þann 12. desember 2017.

Úrskurður nr. 37/2017-2018
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Þorleifur Baldvinsson, leikmaður mfl. hjá Ármann, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Ármanns og KV í Íslandsmóti kk, 2. deild, sem leikinn var þann 16. desember 2017.

Úrskurðirnir taka gildi á hádegi á morgun fimmtudaginn 21. desember.