13 des. 2017

Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eftirfarandi mál á fundi sínum í vikunni.

Úrskurður nr. 27/2017-2018

Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Mikael Freyr Snorrason, leikmaður Stjörnunnar, sæta einum leik í bann vegna háttsemi í leik Stjörnunnar og Breiðabliks í bikarkeppni í 9. flokki sem leikinn var þann 20. nóvember 2017.

Úrskurður nr. 29/2017-2018

Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Atli Steinar Ingason, leikmaður ufl. kk. hjá Skallagrími, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Skallagríms og ÍR í bikarkeppni KKÍ, ufl. kk, sem leikinn var þann 9. desember 2017.

 

Úrskurður nr. 30/2017-2018

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Sindri Davíðsson, leikmaður mfl. kk. hjá Þór Akureyri, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Þórs Þ. og Þórs Ak. í úrvalsdeild KKÍ, karlaflokki, sem leikinn var þann 8. desember 2017.

 

Úrskurðarnir taka gildi á hádeig á fimmtudag.