13 des. 2017

Í gær var dregið í undanúrslit í Maltbikarnum hjá körlum og konum og því ljóst hvaða lið mætast og á hvaða degi og tíma þau leika. Fyrirkomulag undanúrslitanna verður með sama sniði og í fyrra, þegar leikið var til undanúrslita í Höllinni í vikunni fyrir úrslitaleikina sem fara fram á laugardeginum 13. janúar.

Undanúrslit Maltbikarsins verða sem hér segir:

Undanúrslit karla · 10. janúar - Miðvikudagur
kl. 17:00 🏀KR-Breiðablik · 📺 Sýndur beint á RÚV
kl. 20:00 
🏀Haukar-Tindastóll · 📺 Sýndur beint á RÚV2

 

Undanúrslit kvenna · 11. janúar - Fimmtudagur
kl. 17:00 🏀Skallagrímur-Njarðvík · 📺 Sýndur beint á RÚV
kl. 20:00 🏀Keflavík-Snæfell · 📺 Sýndur beint á RÚV2

Úrslitaleikir karla og kvenna · 13. janúar - Laugardagur
kl. 13:30 Úrslit karla · Beint á RÚV
kl. 16:30 Úrslit kvenna · Beint á RÚV

#maltbikarinn #korfubolti