13 nóv. 2017Íslensku stelpurnar eru núna á leið til Slóvakíu þar sem þær munu mæta heimastúlkum á miðvkudaginn kemur 15. nóvember í seinni leiknum í þessum nóvemberglugga í undankeppni EM 2019.

Leikurinn fer fram í bænum Ružomberok 
og hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma (kl. 18:00 ytra). 
Leikurinn verður sýndur beint á RÚV2.

Ívar Ásgrímsson og þjálfarar hans hafa ákveðið að gera 2 breytingar á liðinu fyrir seinni leikinn frá leiknum núna á laugardaginn sl. gegn Svartfjallalandi. Emelía Ósk Gunnarsdóttir kemur inn í liðið í stað Ragnheiðar Benónísdóttur, en Emelía var lítilsháttar meidd og hefur náð sér, og þá kemur Elín Sóley Hrafnkelsdóttir inn fyrir Rögnu Margréti Brynjarsdóttur, sem kemst ekki með liðinu vegna anna í námi.

Liðsskiptan Íslands gegn Slóvakíu:

#
Nafn  Lið     F. ár
Staða
Hæð
Leikir 
4 Helena Sverrisdóttir Haukar 1988 B 184 65
5 Hildur Björg Kjartansdóttir Legonés, Spánn 1994 F 188 18
6 Hallveig Jónsdóttir Valur 1995 B 180 11
9 Sigrún Sjöfn Ámundardóttir Skallagrímur 1988 F 181 50
10 Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík 1998 F 180 8
11 Emelía Ósk Gunnarsdóttir Keflavík 1998 F 180 7
12 Sandra Lind Þrastardóttir Horsholm, Danmörk 1996 M 182 15
13 Þóra Kristín Jónsdóttir Haukar 1997 B 173 3
20 Elín Sóley Hrafnkelsdóttir Valur 1998 M 188 2
15 Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík 2000 F 185 4
22 Berglind Gunnarsdóttir Snæfell 1992 F 177 14
24   Guðbjörg Sverrisdóttir
Valur     1992  180  11

Þjálfari: Ívar Ásgrímsson
Aðstoðarþjálfari: Bjarni Magnússon og Hildur Sigurðardóttir