11 nóv. 2017

Ísland spilaði sinn fyrsta leik í undankeppni EuroBasket 2019 í dag er stelpurnar tóku á móti Svartfjallalandi. Fyrir leikinn mátti búast við hörkuleik en þær svartfellsku eru með frábært lið.

Í upphafi leiks var jafnræði með liðunum og þó Svartfjallaland var yfir var íslenska liðið aldrei langt undan. Góður varnarleikur var einkenni beggja liða í fyrri hálfleik og voru bæði lið í vandræðum með að skora á köflum. Í hálfleik munaði sjö stigum og leiddu gestirnir 32-39.

Þriðji leikhluti var afleitur hjá Íslandi en þær skoruðu aðeins átta stig allan leikhlutann. Í stöðunni 38-44 og Ísland með boltann kom mikið bakslag hjá Íslandi. Svartfjallaland keyrði upp muninn og leiddu í lok leikhlutans 40-61 og eftir það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda.

Lokatölur í dag 62-84.

Stigahæst hjá Íslandi í dag var Hildur Björg Kjartansdóttir sem setti 23 stig og tók sex fráköst. En hún og Helena Sverrisdóttir náðu einstaklega vel saman. En Helena var einni stoðsendingu frá þrennu en hún skoraði 18 stig, tók 10 fráköst og gaf níu stoðsendingar og flestar þeirra rötuðu í hendurnar á Hildi sem skoraði.

Tölfræði leiksins

Næsti leikur liðsins er gegn Slóvakíu á útivelli n.k. miðvikudag.

Áfram Ísland