12 okt. 2017FIBA kynnti til leiks í gær nýjan styrkleikalista fyrir allar álfur en lengi hefur verið beðið eftir slíkum fyrir körfuboltann. Listinn mun verða uppfærður eftir hverja umferð og stórmót og því lifandi og marktækur. Nú í upphafi var reiknað gengi liðanna að undanförnu og úrslit frá síðustu 5 árum tekin með í reikninginn. 

Ísland situr í 47. sæti listans, og er í 26. sæti yfir evrópuþjóðirnar.

FIBA heimslistann má sjá hérna

#korfubolti