10 okt. 2017

Um síðastliðna helgi fór fram dómaranámskeið á vegum KKÍ og voru þáttakendur níu efnilegir dómarar sem komu víðsvegar að, til að mynda komu tveir frá Borgarnesi og Sauðárkróki, tveir frá Þorlákshöfn og þrír frá höfuðborgarsvæðinu.

Þátttakendur stóðu sig öll mjög vel og sýndu efninu mikinn áhuga. Fjölmargir þeirra sem luku námskeiðinu og stóðust prófið hafa áhuga á að fá verkefni við hæfi og hlakka til að hefja störf við dómgæslu á næstunni.

Georgía O. Kristiansen, körfuknattleiksdómari, var leiðbeinandi á námskeiðinu.

Næsta námskeið er áætlað að fari fram í Reykjanesbæ í nóvember mánuði.