22 sep. 2017

KKÍ þjálfari 1.c er helgarnámskeið og fjarnám. Námskeiðið mun fara fram í  íþróttamiðsöðinni Laugardal 3. hæð (fyrir hádegi á laugardag bókleg kennsla) og verkleg kennsla eftir hádegi í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Á sunnudag verður námskeiðið á Kjalanesi. 

Áhersla er lögð á þjálfun barna 12 ára og yngri í KKÍ 1.c náminu. Hér er lögð meiri áhersla á samvinnu leikmanna en var gert í 1.a. KKÍ þjálfari 1.c gildir sem 40% af lokaeinkunn KKÍ þjálfara 1. Þjálfarar sem hafa lokið öllum prófum og verkefnum 1.a, b og c námi útskrifast með KKÍ 1 þjálfara réttindi. 

 
Laugardagur 23. september 2017 – Laugardal og Valsheimili

09:00-09:40 Setning og skipulag þjálfunar   (ÍSÍ 3. hæð)                                             Ágúst Björgvinsson

09:40-11:00 Þjálfun 12 ára og yngri            (ÍSÍ 3. hæð)                                             Snorri Örn Arnaldsson

11:10-12:10 Samskipti í þjálfun barna         (ÍSÍ 3. hæð)                                             Pálmar Ragnarsson

12:10-13:00 Matarhlé

13:00-14:20 Taktík – Liðssókn; Hreyfingar án bolta  (Valsheimili)                             Snorri Örn Arnaldsson

14:30-15:50 Taktík - Liðsvörn maður-á-mann           (Valsheimili)                              Finnur Freyr Stefánsson


Sunnudagur  23. september 2017 -Kjalanesi

09:00-10:20 Skottækni, fótavinna og æfingar (framhald)                                             Sævaldur Bjarnason

10:30-11:50 Vörn 1 á 1 (1á1 æfingar)                                                                       Benedikt Guðmundsson

11:50-12:30 Matarhlé

12:30-13:50 Hraðupphlaup (2 á 1, 3 á 2)                                                                   Benedikt Guðmundsson

14:00-15:30 Verklegt próf KKÍ (20% framkvæma æfingu af tímaseðli)

15:30-16:30 Umræður (hópar)

Skriflegt lokapróf KKÍ 1 er tímaseðil (20% tímaseðil)

Eftir námskeið fer þjálfari og fylgist með fjórum æfingum hjá börnu yngri en 12 ára, fylgst er með a.m.k tveimur mismunandi þjálfurum. Þjálfari þarf svo að vinna stutt verkefni uppúr æfingum sem fylgst var með.

Þegar þjálfari hefur lokið og skilað öllum verkefnum verður þjálfari boðaður í útskrift og afhent þjálfaréttindi KKÍ þjálfari 1.

Dagskráröð birt með fyrirvara um breytingar.