8 sep. 2017

Á morgun laugardag hefst úrslitakeppnin á EM, EuroBasket 2017, og eru fjórir leikir á dagskránni á morgun. Á sunnudag fara svo hinir fjórir leikir 16-liða úrslitanna fram en nú fara öll úrslitin fram í Istanbúl í Tyrkalandi.

RÚV sýnir alla leiki keppninnar í beinni útsendingu sem eftir eru, bæði á RÚV og RÚV2, og hvetjum við körfuknattleiksaðdáendur til að horfa og njóta þess besta í evrópskum körfubolta. Gaman verður að fylgjast með framgangi liðanna sem fóru áfram úr A-riðlinum í Helsinki, Slóveníu, Finnlandi, Frakklandi og Grikklandi. Auk þess lékum við æfingaleik gegn Litháen fyrir EM. 

Laugardagur 9. september er dagskráin eftirfarandi: (sæti í sínum riðli)
Slóvenía (1) - Úkraína (4) · Beint á RÚV2 09:20
Þýskaland (2) - Frakkland (3) · Beint á RÚV 12:05
Finnland (2) - Ítalía (3) · Beint á RÚV 15:35
Litháen (1) - Grikkland (4) · Beint á RÚV2 18:20


Dagskráin sunnudaginn 10. september:
Hér eru þrjár þjóðir sem við þekkjum vel frá æfingaleikjum sumarsins. Ísland lék gegn Rússlandi, Þýskalandi og Ungverjalandi á æfingamótum í aðdraganda EM.

Lettland (2) - Svartfjallaland (3) · Beint á RÚV2 09:20
Serbía (1) - Ungverjaland (4) · Beint á RÚV 12:10
Spánn (1) - Tyrkland (4) · Beint á RÚV 15:35
Króatía (2) - Rússland (3) · Beint á RÚV2 18:20


#korfubolti