6 sep. 2017

Fimmti og síðasti leikur Íslands á EuroBasket er gegn heimamönnum í Finnlandi í kvöld kl. 20:45 í Finnlandi eða kl. 17:45 á Íslandi. Allt í beinni á RÚV.

Ísland á ekki lengur möguleika á því að fara upp úr riðlinum og áfram í 16-liða úrslitin sem fram fara í Tyrklandi. Þrátt fyrir það má búast því að íslenska liðið spili af hörku og gefi allt í leikinn.

Finnarnir hafa verið mjög sterkir á heimavelli og einhver mest spennandi leikmaður keppninnar er einmitt heimamaðurinn Lauri Markkanen og má búast við miklu fjöru og troðfullri höll í kvöld. Höllin tekur rúmlega 12.600 manns í sæti og er uppselt á leikinn.

Áfram Ísland!