6 sep. 2017

Íslenska liðið lék lokaleik sinn á EuroBasket 2017 gegn Finnum í dag. Leikur liðsins var sá lang besti í mótinu til þessa og voru þeir yfir stóran hluta af leiknum. Eftir magnaðar lokamínútur stóðu Finnar uppi sem sigurvegar með fjögurra stiga sigur 83-79.

Strákarnir voru tveim stigum undir í hálfleik eftir ótrúlega flautukörfu Finna langt utan að velli er lokaflauta fyrri hálfleiks gall. En frábær frammistaða  í þriðja leikhluta gerði það að verkum að íslenska liðið leiddi er lokaleikhlutinn hófst. En Finnar reyndust sterkari þar og unnu eftir rosalegar lokamínútur.

Stighæstur hjá Íslandi var Jón Arnór Stefánsson með 13 stig.

Frábær frammistaða gegn fyrnasterku finnsku liði sem lenti í öðru sæti riðilsins.

Á vef FIBA er ítarleg umfjöllun um leikinn ásamt tölfræði og flottu myndasafni.

Á Youtube vef FIBA er samantekt um leikinn ásamt flottum myndskeiðum úr leiknum.

Mynd: FIBA