5 sep. 2017

Slóvenía lagði Ísland 75-102 í dag í fjórða leik Íslands á EuroBasket. Íslenska liðið spilaði sinn besta leik í keppninni til þessa. Ísland leiddi eftir fyrsta leikhluta en öflugur annar leikhluti Slóvena tryggði þeim sigurinn en í þeim leikhluta settu þeir m.a. tvo flautuþrista.

Stigahæstur hjá Íslandi í dag var Martin Hermannsson með 18 stig og þeir Haukur Helgi Pálsson og Jón Arnór Stefánsson með 14 stig hvor.

Á vefFIBA er ítarleg umfjöllun um leikinn ásamt tölfræði og flottu myndasafni.

Á Youtube vef FIBA er samantekt um leikinn ásamt flottum myndskeiðum úr leiknum.

Mynd: FIBA