3 sep. 2017

Þriðji leikur Íslands á EuroBasket er gegn hinu gífurlega sterka liði Frakka. Frakkar sem stefna langt í keppninni hófu keppnina á því að tapa fyrir heimamönnum í Finnlandi. En þeir sýndu flotta takta og unnu öruggan sigur á Grikkjum í gær. Það má því segja að verkefni dagsins sé gífurlega erfitt.

Leikurinn hefst kl. 13:45 í Helsinki en kl. 10:45 á Íslandi og er í beinni á RÚV.

Stuðningsmannasvæðið – Fan Zone – verður á sínum stað og kl. 11:30 stíga Úlfur Úlfur og Sverrir Bergmann og Halldór á svið og spila til kl. 12:20 en þá verður marserað í höllina.

Áfram Ísland