3 sep. 2017

Ísland lék þriðja leik sinn á EuroBasket 2017 í dag og að þessu sinni gegn Frökkum. Franska liðið er gífurlega vel mannað og sýndi það í dag af hverju þeir stefna alla leið á Evrópumeistaratitilinn með liðið. Ísland sem lék sinn besta sóknarleik á mótinu til þessa í þessum leik var með 42 stig í hálfleik og hefði það stigaskor dugað til að vera yfir gegn bæði Grikkjum og Pólverjum í hálfleik.

Frakkarnir hittu úr öllum skotum og sama hvað íslensku strákarnir reyndu þá gátu þeir ekki stoppað franska liðið sem átti góðan dag. Lokatölur í leiknum 115-79.

Stigahæstur hjá Íslandi var Jón Arnór Stefánsson með 23 stig.

Á vef FIBA er ítarleg umfjöllun um leikinn ásamt tölfræði og flottu myndasafni.

Á Youtube vef FIBA er samantekt um leikinn ásamt flottum myndskeiðum úr leiknum.

Mynd: FIBA