2 sep. 2017

Andstæðingur Íslands á EuroBasket í dag er sterkt lið Pólverja. Pólverjar eru með gott lið og hafa reynst okkur erfiðir á síðustu árum. Leikurinn hefst kl. 13:45 í Helsinki en kl. 10:45 á Íslandi og í beinni á RÚV.

Hlutskipti beggja liða á opnunardegi mótsins var að tapa sínum leikjum og vilja því bæði lið ná sér í sigur. Pólland tapaði fyrir Slóveníu 90-81 en voru undir yfir 20 stigum á köflum í leiknum. Á meðan tapaði Ísland óþarflega stórt fyrir Grikkjum 61-90.

Stuðningsmannasvæðið – Fan Zone – verður á sínum stað og kl. 11:30 stíga Úlfur Úlfur á svið og spila til kl. 12:20 en þá verður marserað í höllina.

Sannarlega enn einn spennandi dagurinn framundan á EuroBasket 2017 í Finnlandi.

#korfubolti