31 ágú. 2017

Ísland hóf keppni á EuroBasket í dag er þeir tóku á móti Grikklandi í Helsinki. Mikil eftirvænting hefur verið meðal Íslendinga eftir að keppni hefst og leikmennirnir jafn æstir að mótið fari af stað. Íslensku stuðningsmennirnir létu sitt ekki eftir liggja og fjölmenntu á leikinn og sköpuðu skemmtilega stemningu í húsinu.

Leikkhlutarnir voru allir ójafnir en Grikkirnir rúlluðu upp fyrsta leikhlutanum á meðan Ísland átti annan leikhluta. Þriðji og fjórði var eign Grikkjana sem unnu stóran sigur 61-90. Tapaðir boltar og léleg skotnýting fyrir utan þriggja-stiga línuna varð liðinu að falli. En það er ekki oft sem íslenskt lið hittir jafn illa fyrir utan línuna.

Stigahæstur hjá Íslandi var Haukur Helgi Pálsson með 21 stig og fjórir leikmenn voru með sjö stig.

Á vef FIBA er ítarleg umfjöllun um leikinn ásamt tölfræði og flottu myndasafni.

Á Youtube vef FIBA er samantekt um leikinn ásamt flottum myndskeiðum úr leiknum.

Næsti leikur Íslands er á laugardag gegn Póllandi. Hefst hann kl. 13.45 í Finnlandi en kl. 10.45 á Íslandi.

Mynd: FIBA