31 ágú. 2017

Í dag fimmtudaginn 31. ágúst er komið að stóru stundinni þegar Ísland leikur sinn fyrsta leik á EM, EuroBasket 2017, sem fram fer í Finnlandi. 

Grikkir eru fyrstu andstæðingar Íslands og hefst leikurinn kl. 13:30 að íslenskum tíma sem gerir 16:30. Það verður mikið um að vera í Helsinki í dag en ásamt þess að spila gegn Grikkjum verður líflegt á stuðningsmannasvæðinu - Fan Zone

Mikill fjöldi Íslendinga verða á leiknum og má búast við skemmtilegri stemningu meðal íslensku stuðningsmanna.

Leikurinn er í beinni á RÚV.

Áfram Ísland