28 ágú. 2017

Strákarnir héldu af stað til Finnlands í morgun. Leikmenn liðsins og fylgdarlið voru klæddir sérsniðnum jakkafötum og tilheyrandi klæðnaði frá Herragarðinum. Munu þeir klæðast þeim fyrir leiki og við sérstök tilefni.

Hver og einn leikmaður og starfsmenn í kringum liðið voru mældir upp og hugsað var um öll smáatriði. Hnappagötin eru í rauðu og hvítu og fötin úr sérstöku efni sem hentar fyrir ferðalög auk ýmissa smáatriða. Við fötin klæðast þeir hágæða Stenströms skyrtum sem margir viðskiptavinir Herragarðsins þekkja. 

Einnig mun hópurinn klæðast Ecco skóm í stíl við við fötin sem meðal annars fást Ecco búðinni Kringlunni og Steinari Waage.

Herragarðurinn klæðir landsliðið vel!