23 ágú. 2017

Karlalandslið Íslands leikur lokaleik sinn fyrir EuroBasket sem hefst í Finnlandi í næstu viku, í dag þegar liðið mætir Litháen í Siauliu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 að staðartíma eða kl. 16:30 að íslenskum tíma.

Ísland og Litháen hafa margoft mæst frá því Litháar urðu sjálfstæðir aftur og mikil tenging á milli. Það er þó ljóst að Litháar eru með gríðarlega sterkt lið sem er oftast í toppbaráttu á stórmótum, og hafa unnið silfur á EuroBasket í síðustu tvö skipti, árin 2013 og 2017, og má reikna með að þeir vilji sýna aðdáendum sínum hverju þeir eiga von á í keppninni. Höllin sem leikið er í tekur 5.700 manns og má reikna með fullu húsi.

Hægt verður að horfa á leikinn á TV3 og delfitv og einnig er hægt að fylgjast með tölfræðinni á heimasíðu litháíska sambandsins.

#korfubolti