21 ágú. 2017

Í nóvember hefst undankeppni HM hjá landsliðum karla en þá verður keppt eftir nýju keppnisfyrirkomulagi FIBA. Búið er að draga í riðla og ljóst var hvaða tveim mótherjum við myndum mæta í leikgluggunum í nóvember, febrúar og júlí. Síðasta liðið átti svo eftir að bætast við eftir undankeppni þeirra liða sem ekki unnu sér þátttökurétt á EuroBasket 2017.

Þeirri undankeppni lauk á laugardaginn og því ljóst hvaða lið við getum fengið í okkar riðil. 

Þau lið sem enduðu í fyrsta sæti síns riðils og eiga möguleika á að lenda í riðli með Íslandi, Tékklandi og Finnlandi eða í hinum riðlunum (B, D, F og H) eru Búlgaría, Eistland, Holland og Svíþjóð. Hin löndin sem tryggðu sér þátttökurétt í undankeppni HM eru Austurríki, Hvíta-Rússland, Bosnía og Kosóvó sem fara í hina fjóra riðlana og munu ekki eiga möguleika á að lenda með okkur í riðli að þessu sinni.

Dregið verður fimmtudaginn 24. ágúst í beinni á youtube.com/FIBA og þá kemur í ljós hvaða lið við munum fá í okkar riðil. 

#korfubolti