19 ágú. 2017

Íslensku stelpurnar börðust eins og ljón í dag gegn gríðarlega sterku liði Grikkja. Allt annar bragur var yfir liðinu í dag en stressið hafði töluverð áhrif í gær gegn liði Lúxemborgar. Grikkirnir höfðu þennan leik á sóknarfráköstum en þess má geta að þær voru nánast allar höfðinu hærri en okkar stelpur. Fyrsti leikhluti fór hægt af stað en fyrstu stig leiksins, sem voru okkar stig, komu ekki fyrr en eftir rúmlega þrjár mínútur. Staðan í hálfleik var 17-7 fyrir Grikklandi. Íslensku stelpurnar voru frábærar varnarlega á vellinum gegnum allan leikinn og náðu að stöðva tvö öflugustu leikmenn Grikkja. Talið er að Grikkland sé mögulega með þeim betri þjóðum á mótinu og ýmsir spá þeim í úrslit. Segja má að stelpurnar hafi því gert vel með því að halda þeim undir 60 stigum og geta gengið stoltar frá þessum leik. Lokatölur, 59-30, segja því ekki alveg til um hvernig leikurinn áhorfðist.

Stigahæst í liði Íslands var Sigurbjörg Eiríksdóttir en hún var með 8 stig og 4 fráköst. Sigrún Björg Ólafsdóttir 6 stig/5 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 4 stig/6 fráköst/4 varin skot, Hrefna Ottósdóttir 3 stig, Anna Svansdóttir 3 stig, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 2 stig, Alexandra Sverrisdóttir 2 stig/3 fráköst, Ólöf Óladóttir 2 stig

Hér má sjá tölfræði leiksins

Hér er hægt að horfa á leikinn.

 

Næsti leikur er á morgun gegn Svíþjóð kl. 19:00 á íslenskum tíma og má búast við hörkuleik.