18 ágú. 2017

Nú í morgun hélt íslenska landsliðið í körfuknattleik í síðustu æfingaferð sína fyrir lokamót EM, EuroBasket 2017, sem hefst 31. ágúst í Finnlandi. 
Íslenska liðið þáði boð frá Ungverjalandi og Litáhen um að leika vináttulandsleiki en öll liðin eru á leið á EM. 

Nánari fréttir af lifandi tölfræði og mögulegum útsendingum á netinu verða birtar á kki.is og samfélagsmiðlum.
 
Dagana 19. og 20. ágúst verður leikið gegn Ungverjum í bænum Székesfehérvár. Ungverjar voru einnig á mótinu í Rússlandi í síðustu viku sem Ísland tók þátt í, en þeir eru með hörkulið, sem stóðu sig frábærlega í undankeppninni síðasta sumar.
 
Daginn eftir, þann 21. ágúst, heldur liðið yfir til Litháen og mun leika gegn heimamönnum þann 23. ágúst í bænum Siauliai. Litháenska liðið er með því besta í Evrópu og stórþjóð í körfuknattleik og verður gagnlegt og gaman að mæta þeim. Liðið kemur svo heim þann 24. ágúst og mun svo halda til Finnlands á EM þann 28. ágúst.
 
Landsliðshópurinn skipar ennþá 15 leikmenn en þeir 12 sem fóru í morgun í æfingaferðina eru eftirtaldir leikmenn. Þeir Axel Kárason, Ólafur Ólafsson og Sigtryggur Arnar Björnsson, koma til æfinga að nýju við heimkomuna.
Nafn Staða       F. ár Hæð Lið · Landsleikjafjöldi
Martin Hermannsson B 16.09.1994  194 cm Châlon-Reims (FRA) · 50
Ægir Þór Steinarsson  B 10.05.1991  182 cm Tau Castello (ESP) · 45
Kristófer Acox F 13.10.1993 196 cm KR (ISL) · 22
Hlynur Bæringsson M 06.07.1982  200 cm Stjarnan (ISL) · 108 
Jón Arnór Stefánsson B 21.09.1982  196 cm KR (ISL) · 89
Elvar Már Friðriksson B 11.11.1994 182 cm  Barry University (USA) · 24
Hörður Axel Vilhjálmsson  B 18.12.1988  194 cm Astana (KAZ) · 62
Logi Gunnarsson  B 05.09.1981  192 cm Njardvik (ISL) · 135
Pavel Ermolinskij F 25.01.1987 202 cm KR (ISL) · 59
Haukur Helgi Pálsson F 18.05.1992  198 cm Cholet Basket (FRA) · 53 
Tryggvi Snær Hlinason M 28.10.1997 215 cm Valencia (ESP) · 16
Brynjar Þór Björnsson B 11.07.1988  192 cm  KR (ISL) · 59
Þjálfari er Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarar eru Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson.
 
#korubolti