17 ágú. 2017

Íslenska U-16 ára kvenna landsliðið tapaði fyrir Lúxemborg í fyrsta leik Evrópukeppninnar í dag. Það var eðlilega mikil spenna og stress í fyrsta leikhluta þar sem þetta er fyrsta stórmótið hjá þessum stelpum. Fyrri hálfleikur var stál í stál nánast allan tímann en hálfleikstölur voru 20-23 Lúxemborg í vil. Íslensku stelpurnar komu ekki alveg tilbúnar í seinni hálfleikinn og var þriðji leikhlutinn arfaslakur hjá þeim. Lúxemborg nýtti sér það og náðu mest 14 stiga forystu. Í heildina tók Lúxemborg 23 sóknarfráköst og skoruðu 20 stig eftir sóknarfráköst. Lokatölur voru 49-56 fyrir Lúxemborg. Íslensku stelpurnar komu sterkar inn á lokamínútunum en það dugði ekki til. Þær eru þó staðráðnar í að gera sitt besta á morgun gegn sterku liði Grikklands kl. 16:30 á Makedónískum tíma en 14:30 á íslenskum tíma. 
  
Ásta Júlía Grímsdóttir átti frábæran leik og smellti í  myndarlega tvennu, 19 stig og 22 fráköst en eftir fyrstu umferð er hún frákastahæst í mótinu. Ólöf Óladóttir 9 stig/6 fráköst, Anna Svandsóttir 8 stig,  Sigurbjörg Eiríksdóttir 6 stig/5 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 3 stig/3 fráköst, Eygló Óskarsdóttir 2 stig, Hrefna Ottósdóttir 2 stig. 

Nánar um mótið má finna hér.

Tölfræði leiksins má finna hér.

Tengill af leiknum á youtube má finna hér.