15 ágú. 2017

Þegar þetta er skrifað hafa íslensk landslið leikið 87 landsleiki á þessu ári sem er nýtt met yfir fjölda leikja á einu ári í sögu KKÍ. Gamla metið var frá árinu 2015 en þá léku okkar landslið 86 leiki.

Nú er ljóst að landsleikjafjöldi ársins fer upp í 109 landsleiki eftir leikina í undankeppni EM og HM hjá kvenna- og karlalandsliðunum í nóvember sem er stór bæting á fyrra landsleikjafjöldameti eins árs.

Sigurhlutfallið okkar í þessum 87 leikjum hingað til er rétt um 45%.

Í ár lék U20 karla á tveimur æfingamótum og U20 kvenna fór í fyrsta sinn í Evrópukeppni. Fyrir utan aukin umsvif hjá U20 karla og U20 kvenna, þá hitti á í ár líkt og árið 2015, bæði Smálþjóðaleikar sem og EuroBasket hjá karlaliðinu.

#korfubolti