13 ágú. 2017

Í dag kl. 09:30 að íslenskum tíma mætast Rússland og Ísland í vináttulandsleik á alþjóðlegu móti í Kazan en þetta er lokaleikurinn hjá okkar strákum á þessu móti.

Allir nema Jón Arnór Stefánsson munu leika í dag, en hamn er að ná sér af meiðslum.

Sem fyrr verður bein útsending og lifandi tölfræði frá leiknum og verður það að finna á heimasíðu Rússenska sambandsins hérna

Vel hefur verið mætta á leiki heimamanna í höllinni sem leikið er í og er umgjörð og mótahald allt til fyrirmyndar. Rússneska liðið hefur unnið Ungverja í fyrsta leik og svo Þjóðverja nú fyrr í dag og eru með sterkt lið að venju og verður gaman og gagnlegt að mæta þeim á eftir.

Úrslit og tölfræði mótsins má svo sjá hérna

#korfubolti