12 ágú. 2017Nú er nýlokið leik Íslands og Ungverjalands á alþjóðlegu æfingamóti í Kazan í Rússlandi. Leikurinn var jafn og spennandi fram á lokamínútur en okkar strákar höfðu betur, lokatölur 60:56.
 
Ungverjar leiddu með 4 stigum í hálfleik. Okkar strákar unnu þann þriðja með 11 stigum og við því yfir sjö stigum fyrir lokaleikhlutann. Hann varð jafn og spennandi en frábær liðsheild skóp sigurinn, bæði í vörn og sókn, þar sem allir lögðu sitt af mörkum. Kristófer Acox stal síðan boltanum þegar rúm mínúta var eftir af leiknum og tróð boltanum í hraðaupphlaupi og kom okkur stigi yfir. Vörnin hélt í næstu sókn og við kláruðum leikinn á vítalínunni.

Hlynur Bæringsson var valinn maður leiksins úr röðum Íslands, var með 13 stig og 5 fráköst. Martin Hermannsson var með 14 stig og 8 fráköst, Kristófer Acox var með 13 stig, 6 fráköst og 4 stolna bolta.

Næsti leikur er lokaleikur mótsins á morgun kl. 09.30 að íslenskum tíma (12:30 í Rússlandi) en þá mætum við heimamönnum. 

Sem fyrr verður bein útsending og lifandi tölfræði á heimasíðu Rússenska sambandsins hérna

Úrslit og annað má sjá hérna

#korfubolti