16 júl. 2017

U20 lið drengja tapaði fyrir Tyrkjum í dag 82-66.  Okkar strákar héldu við Tyrkina fram í annan leikhluta og þá sigu þeir framúr.  Staðan í hálfleik var 29-39.  Tyrkirnir juku síðan muninn í seinni hálfleik og munurinn fór yfir 20 stig um tima. 
Þeir voru einfaldlega sterkari á flestum sviðum í dag og illviðráðanlegir.  Að vera i A-deild er enginn dans á rósum og það var vitað, en áfram gakk.  
Kári Jónsson meiddist snemma í leiknum og litlar líkur á að hann spili meira í mótinu.  Er illa tognaður á ökkla en óbrotin.  Kári er einn af reyndari leikmönnum liðsins og  slæmt að missa hann og það hefur örugglega haft áhrif.  Vonandi nær hann sér sem fyrst. 
Það má taka jákvæð atriði úr leiknum.  18 tapaðir boltar sem er skárra en oft áður auk þess sem þeir tóku fleiri fráköst en Tyrkirnir og hittu ágætlega úr 3ja stiga skotunum.

Næsti leikur er við Svartfjallaland á morgun 17/7 kl. 14:30 (11:30 á ísl.).  Tölfræði eru á síðu FIBA Europe og hægt að horfa á fésbókarsíðu KKÍ.