15 júl. 2017

Strákarnir í U20 léku gegn Frökkum í dag í A-deild Evrópukeppninnar og töpuðu 50-58

Strákarnir spiluðu frábæra vörn og þrátt fyrir að lenda nokkrum sinnum 10-11 stigum undir gáfust þeir aldrei upp.  Á venjulegum degi með venjulegri hittni hefðu þeir unnið leikinn.  Fengu fullt af fríum skotum, skotum sem þeir hefðu venjulega þakkað pent fyrir og sett niður.  Tóku 32 þriggja stiga skot og hittu aðeins úr 4.  Þetta er mjög ólikt okkar drengjum en kannski er sviðið töluvert ólíkt en þeir eru vanir. 

Við skulum segja að hrollurinn sé farinn úr þeim og þetta óstuð úr sögunni.  Þeir töpuðu aðeins 13 boltum í dag sem er aftur framför frá fyrri leikjum, en Frakkarnir 18.  Það var margt annað jákvætt í leiknum og vonandi smellur þetta allt saman í næsta leik sem er gegn Tyrkjum kl. 16:45 (13:45 að ísl.) á morgun 16/7 og það verður hægt að horfa á hann á netinu eða fylgjast með lifandi tölfræði.